Á móti þjóðaratkvæðagreiðslum

Ég er andvígur þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég vil að við veljum fólk sem við treystum til þess að setja sig inn í mál og taka skynsamlegar ákvarðanir eftir sinni bestu vitund fyrir okkar hönd. Fyrir þessari skoðun hef ég eftirfarandi rök:
• Fólk óttast oft róttækar breytingar og finnur sér mótrök sem oft eru léttvæg þegar á reynir. Til dæmis má nefna þegar ákveðið var að breyta úr vinstri í hægri umferð á Íslandi. Ég er sannfærður um að sú breyting hefði verið kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu, sú var heiftin gegn þeirri breytingu. Annað dæmi er aðild að EES á sínum tíma. Þar hefði aðild mögulega verið felld þó að flestir telji nú það hafa verið happaspor.
• Oft eru spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslum þannig að erfitt er að ráða í hver vilji kjósenda er. Er nóg að benda þar á væntanlega atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Ég vil láta endurskoða núverandi stjórnarskrá en ég vil ekki binda hendur Alþingis í að breyta henni þar sem það er talið til bóta. Hvað á ég að kjósa ? Og hvernig verður atkvæði mitt túlkað af hinum ýmsu hópum ?
Ég studdi það að samið yrði um Icesave en samt greiddi ég atkvæði gegn samningnum af því að ég vissi að annar samningur var í burðarliðnum. Þetta atkvæði mitt var metið sem ég væri andvígur samningum.
Þegar spurt var: Viltu að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, svaraði ég Já. Ég vildi að flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni og honum fundinn staður til dæmis á Hólmsheiði en ég vildi alls ekki að innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur. Hvað átti ég að kjósa í þeirri skoðanakönnun ? Og eru menn vissir um að réttar ályktanir hafi verið dregnar af vilja kjósenda í þeirri könnun ?
• Því miður verður að segjast að umfjöllun fjölmiðla á þjóðmálum er ákaflega einsleit og ekki til þess fallin að gefa almenningi kost á að meta rök með og móti. Fólk hefur til dæmis skapað sér sýn á orsakir hrunsins útfrá mjög takmörkuðum upplýsingum og fjölmiðlar hafa lítið gert til að fylla upp í þá mynd með gagnrýninni umfjöllun. Við slíkar aðstæður eiga lýðskrumarar opið tækifæri til að stýra almenningsálitinu með yfirborðskenndum yfirlýsingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mikið er ég sammála þér.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.10.2012 kl. 14:47

2 identicon

Sæll Gunnar. EES samningurinn er að gera okkur að skuldaþrælum. Fólk er að missa hýbíli sín og heilu sveitarfélögin á hausnum. Ég er sannfærður um að EES samningurinn spilar þar stórt hlutverk.

Benni (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Már Hauksson

Höfundur

Gunnar Már Hauksson
Gunnar Már Hauksson
Gunnar Már er fyrrverandi bankamaður

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...2008_292

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband