Er Parkinson gleymdur ?

 

Árið 1959 kom út á Íslandi bókin Lögmál Parkinsons í þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis.

Bókin vakti þá talsverða athygli og umtal. Höfundurinn  C. Northcote Parkinson setti fram athyglisverðar fullyrðingar sem hann rökstyður margar með tölfræði úr ensku þjóðlífi þess tíma

Fyrsta lögmál Parkinsons er að: Vinna þenst út þar til  hún fyllir út í tímann, sem gefst til að vinna hana.  Hann nefnir sem dæmi að gömul hefðarkona, sem hefur nægan tíma, getur eytt heilum degi í að skrifa og koma frá sér póstkorti til frændkonu sinnar. En maður í fullu starfi hefði hæglega lokið sama verki á þremur mínútum. Stjórnsýsla og skrifstofuvinna felur í sér margbreytileg verkefni sem hægt er að vinna á mismunandi hátt og verja til þess mismiklum tíma eftir atvikum. Það er því ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að beint samband sé á milli verks sem inna á af hendi og fjölda starfsfólks sem þarf til að gera það.

Parkinson rökstyður kenningu sína með ýmsum dæmum.  Hér er ekki tækifæri til að rekja þau, né fleiri lögmál Parkinsons en þar kennir margra grasa og bókin er stórskemmtileg aflestrar. Það væri vel þess virði að gefa hana út aftur.

Þegar ég sá tillögu um fjölgun borgarfulltrúa Reykjavíkur í 23, datt mér í hug: Þeir hafa ekki lesið Parkinson.  Í bókinni er kafli sem  heitir : FORSTJÓRAR OG RÁÐ eða óvirknisstuðull.  Þar kemst Parkinson að þeirri niðurstöðu, að heillaríkastur fjöldi ráðherra í ríkisstjórn sé fimm.  Fimm mönnum er auðvelt að ná saman, og þegar þeir koma saman, er þeim unnt að starfa saman fullráða, gæta nauðsynlegs trúnaðar og með æskilegum hraða. Við fjölgun flyst valdið meira yfir í klíku innan hópsins.  Hann talar um annað, þriðja og fjórða þróunarstig eftir því sem ráðherrum fjölgar.  Í bókinni segir um fjórða stigið: Á þessu stigi ríkisstjórnarþróunar (20-22 ráðherrar) gerist á allri nefndinni hastarleg umbylting,  Auðvelt er að rekja og láta sér skiljast þessa breytingu. Í fyrsta lagi taka fimm ráðherranna, þeir sem máli skipta, að halda með sér fundi fyrirfram.   Þegar ákvarðanir hafa þegar verið teknar, er hlutverk ríkisstjórnar í heild orðið lítið.  Afleiðing þess er sú, að öll andstaða gegn fjölgun ráðherra hverfur.  Fleiri ráðherrar munu hér eftir ekki eyða meiri tíma, því að allir ráðuneytisfundir eru hvort sem er einber tímaeyðsla.  Um sinn er fullnægt kröfum hagsmunahópa, sem utan við standa, með því að veita viðtöku fulltrúum þeirra í ríkisstjórn.og áratugir geta liðið, þangað til fulltrúum þeirra skilst, hver blekking ávinningur þeirra hefur verið.

Parkinson birtir svo lista yfir ráðherrafjölda í 64 þjóðlöndum. Lægst eru Honduras, Ísland og Lúxemburg með 6 ráðherra.  Flest ríkin hafa 12-20 ráðherra.  Átta ríki hafa fleiri en 22 ráðherra, allt einræðisríki, Sovétríkin hæst með 38 ráðherra.  Hann segir: Freistandi er að draga af þessu þá almennu ályktun, að  ríkisstjórnir,  (og nefndir yfirleitt) skipaðar 21 ráðherra (nefndarmanni) séu á þeirri leið að glata valdi sínu og verði þær fjölmennari, hafi þær þegar glatað því.

Nú er  búið að samþykkja að borgarfulltrúar Reykjavíkur verði 23 í framtíðinni.  Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stjórnun borgarinnar þróast þegar borgarstjórnin er komin yfir óvirknismarkið.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Már Hauksson

Höfundur

Gunnar Már Hauksson
Gunnar Már Hauksson
Gunnar Már er fyrrverandi bankamaður

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...2008_292

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband