Íslenska krónan til blessunar eða bölvunar ?


Margir hafa blessað það að við skyldum hafa okkar eigin gjaldmiðil, krónuna, til þess að rétta við útflutningsatvinnuvegi  okkar eftir bankahrunið mikla.  Og rétt er það að leiðrétting gengisins hafði úrslitaáhrif  við endurreisn þjóðarskútunnar eftir hrunið.

En ég hef oft undrast hve lítið hefur verið rætt um forsöguna, hlutverk krónunnar í þeim miklu ógöngum sem þjóðin lenti í.  Gengi krónunnar var kolrangt, allt of hátt, og íslensk stjórnvöld réðu þar engu um.  Það voru “belgískir tannlæknar” sem keyptu jöklabréf og mikið innstreymi erlendra lána sem réðu genginu.  Útflutnings- og samkeppnisgreinar íslenskar voru á heljarþröm vegna rangs gengis.  Fyrirtæki eins og Marel og Promens reyndu svo mikið sem þau gátu að flytja framleiðslu sína til útlanda til að standast  samkeppni.

Það var ódýrt að taka erlend lán og enginn hugsaði um að gengið gæti verið annað þegar kom að skuldadögum.  Það var mikið lán fyrir almenning að lögfræðingar bankanna skyldu ekki hafa framsýni til að ganga þannig frá skjölum að lántakarnir  tækju lánin út í erlendum gjaldeyri og að bankarnir keyptu síðan  gjaldeyrinn af lántakanum.  Þá hefðu erlendu lánin verið lögleg.

Ég held að fleiri og fleiri geri sér ljóst að íslenska krónan er of lítil til þess að hún geti verið frjáls gjaldmiðill.  Spekúlantar hafa ógnað stærri myntkerfum.  Ég heyrði alþingismann segja í viðtali: “Krónan er í lagi ef annað er í lagi”, og meinti þá væntanlega að með réttri hagstjórn væri hægt að halda krónunni.  En það er því miður ekki þannig .  Krónan getur ekki verið frjáls úti á rúmsjó alþjóða fjármála  þar sem gráðugir hákarlar eru á sveimi.

Nú er það þannig að við höfum engan valkost í bráð annan en að lifa við okkar íslensku krónu, en hún verður að vera undir sterku aðhaldi.  Frjáls getur hún ekki verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Athyglisvert. Ég skil bankamál svo lítið að það er gott að lesa það sem þeir segja sem þekkja til.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.1.2013 kl. 18:20

2 identicon

Sammála, gott að fá svona skýringar fyrir þann sem ekkert veit en lifir samt í þessu samfélagi hákarla!

Guðný Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Már Hauksson

Höfundur

Gunnar Már Hauksson
Gunnar Már Hauksson
Gunnar Már er fyrrverandi bankamaður

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...2008_292

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband