18.10.2012 | 12:56
Mátulegt á ICESAVE kúnnana ?
Margir hæðast að fólkinu sem lagði inn á Icesave-reikningana og segja að það hafi verið mátulegt á þau að tapa peningunum. Þau hefði átt að geta sagt sér það sjálft að svona háir vextir gætu ekki staðist. Þarna er talað eins og um áhættusöm verðbréfaviðskipti hafi verið að ræða, en svo er ekki. Útibú Landsbankans í London var sams konar útibú og á Akureyri og Ísafirði. Þeir varkáru sem ekki vilja taka áhættu leggja inn í banka og það á að vera nánast áhættulaust. Íslensku bankarnir fengu líka hæstu einkunn hjá matsfyrirtækjunum fram á síðasta dag.
Þeir sem kaupa verðbréf eða hlutabréf eru aðvaraðir (eða að minnsta kosti eiga að vera það) að um áhættufjárfestingu sé að ræða. En ef þú vilt ekki taka áhættu þá leggur þú peningana í banka. Það er því mjög ómaklegt að tala um þá sem settu fé sitt inn á ICESAVE reikningana sem einhverja gráðuga áhættuspilara. Það er ekki hægt að álasa þeim fyrir að velja banka sem býður hæstu ávöxtun á bankareikningi.
Þeir sem kaupa verðbréf eða hlutabréf eru aðvaraðir (eða að minnsta kosti eiga að vera það) að um áhættufjárfestingu sé að ræða. En ef þú vilt ekki taka áhættu þá leggur þú peningana í banka. Það er því mjög ómaklegt að tala um þá sem settu fé sitt inn á ICESAVE reikningana sem einhverja gráðuga áhættuspilara. Það er ekki hægt að álasa þeim fyrir að velja banka sem býður hæstu ávöxtun á bankareikningi.
Um bloggið
Gunnar Már Hauksson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.